- +

Gufubakaður fiskur með kúrbítsteningum, rauðlauk og chili.

Innihald
1 stk lítill kúrbítur, skorinn í 0.5 cm bita
½ stk lítill rauðlaukur, fínt sneiddur
rautt chilli, fínsaxað
½ tsk steytt kumminn
1 stk límóna, safi og fínrifinn börkur
3 msk kalt smjör í litlum bitum
salt og pipar

Ferskt gulrótarsalat
500 g gulrætur, fínrifnar
handfylli af rúsínum
ristuð graskersfræ
límóna

Köld kókos-límónu-jógúrtsósa
100 ml kókosþykkni
200 ml hreint jógúrt
fínrifinn börkur af 1 límónu
¼ tsk karrí
ferskt kóríander, fínsaxað eða spírur að eigin vali (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 190˚C. Blandið saman smjöri, kúrbítsteningum, rauðlaukssneiðum, chili, kumminn, límónusafa og límónuberki. Dragið út fjóra 45 cm langa renninga af bökunar- eða álpappír. Brjótið pappírinn saman á þannig að hann verður meira á lengdina og klippið út hálft hjarta.

Leggið fiskinn ofan á á miðjuna á hverjum pappírshelmingi og setjið grænmetið ofan á fiskinn. Saltið og piprið. Brjótið bökunar- eða álpappírinn saman og rúllið upp á samskeytin þannig að úr verði loftþéttir pokar. Leggið pokana í eldfast mót og bakið neðarlega í ofninum í 15–20 mínútur, tíminn fer eftir þykkt fiskstykkjanna.

Berið fram með soðnum linsubaunum og kókos-límónu-jógúrtssósunni. Skreytið með fersku kóríander og eða með spírum.

 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir