- +

Gróf tómatapizza með mozzarella/kotasælu, ofnbökuðum kirsuberjatómötum og grænmetissalati

Botn
3½ dl heilhveiti
½ tsk sjávarsalt
vínsteinslyftiduft/lyftiduft á hnífsoddi
1½ dl vatn
4 msk tómatamauk

Ofnbakaðir kirsuberjatómatar
300 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
½ tsk þurrkað oreganó
smá sjávarsalt
smá svartur pipar
¼ tsk hrásykur
1 msk ólívuolía

Grænmetissalat
100 g klettasalat
1 stk lárpera, skorin í þunnar sneiðar
300 g ofnbakaðir kirsuberjatómatar
3 msk ristaðar furuhnetur
2 stk mozzarellakúlur, rifnar niður eða 250 g kotasæla
1 stk búnt fersk basilíka, u.þ.b. 40 g
1½ tsk rauðvínsedik
6 msk ólívuolía
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

Botn aðferð:

1. Blandið fyrstu þremur hráefnunum saman í skál.

2. Setjið vatn og tómatamauk saman við. Hærið. Bætið meira heilhveiti saman við ef þurfa þykir.

3. Hnoðið létt og skiptið deiginu í 6 parta. Fletjið hvern part út í þunnan hring sem er u.þ.b. 22 cm í þvermál.

4. þurrsteikið á pönnu, báðum megin.

 

Ofnbakaðir kirsuberjatómatar aðferð:

1. Stillið ofninn á 220°.

2. Setjið tómatana á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Sáldrið kryddi og sykri yfir. Hellið olíunni jafnt yfir. Bakið í 20-25 mínútur.

 

Grænmetissalat aðferð:

1. Maukið basilíkuna og rauðvínsedikið í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Hellið olíunni saman við á meðan vélin er að vinna. Smakkið til með salti og pipar.

 

1. Leggið salatið á pizzubotnana. Raðið tómötum, osti og lárperu yfir. Dreifið salatsósunni jafnt yfir pizzurnar.

2. Sáldrið loks furuhnetunum yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir