- +

Grillaðir ávextir og ber með jógúrt

Innihald
5 dl vínber
2 stk rauð epli, skorin í bita
2 stk perur, skornar í bita
20 g dökkt súkkulaði, saxað
3 dl létt vanillu- eða jarðarberjajógúrt
2 msk pálmasykur eða hrásykur

Aðferð:

 

1. Stillið ofninn á grill.

2. Setjið ávextina og súkkulaðið í skál. Dreifið síðan niður í fjögur lítil eldföst form eða bolla. Eins má setja allt í eitt stórt eldfast mót.

3. Hellið jógúrtinni jafnt yfir.

4. Stráið sykrinum yfir. Setjið í ofninn og grillið þar til sykurinn fer að brúnast. Berið strax fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir