- +

Glóðarsteiktur fiskur með grænmeti og sýrðri rjómasósu

Innihald
600 g hvítur fiskur eða lax, skorinn í bita
sjávarsalt og svartur pipar
1 msk ólífuolía
1 tsk karrí
½ stk laukur, saxaður
1 stk grænt epli, skorið í litla bita
1 stk rauð paprika, skorin í litla bita
1 dl vínber, skorin í tvennt
1½ dl sýrður rjómi 10%
1 dl léttur paprikusmurostur
2 tsk hrásykur
½ dl sæt chillísósa
½ tsk sítrónubörkur
1 dl rifinn ostur 17%
2 msk steinselja, söxuð

Aðferð:

Þessi uppskrift er fyrir fjóra.

1. Stillið ofninn á 180°C.

2. Leggið fiskinn í eldfast mót. Sáldrið salti og pipar yfir.

3. Hitið olíu á pönnu og steikið karríið og laukinn. Bætið, eplabitum, papriku og vínberjum saman við. Setjið yfir fiskinn.

3. Hrærið saman sýrðum rjóma, paprikuosti, hrásykri, chilisósu og sítrónuberki. Hellið yfir fiskinn. Sáldrið osti yfir og bakið í 15-20 mínútur. Stráið steinselju yfir og berið fram með hýðishrísgrjónum og fersku salati.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir