- +

Epla pönnukökur með jarðarberjum og grískri jógúrt

Innihald
2½ dl ab-mjólk
50 g haframjöl
50 g heilhveiti
1 msk hrásykur
1 stk egg
1 stk rautt epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í smáa bita
örlítil repjuolía til steikingar

Meðlæti
jarðarber eða önnur ber eða ávextir
grískt jógúrt
hlynsíróp eða hunang

Aðferð:

1. Hrærið fyrstu fimm hráefnunum saman. Bætið þá eplabitunum saman við.

2. Hitið teflonpönnu og hafið stillt á meðalhita. Látið örlitla olíu á pönnuna ef þurfa þykir.

3. Setjið góða matskeið af deigi á pönnuna og steikið varlega í u.þ.b. fimm mínútur hvora hlið. Hægt er að baka       nokkrar pönnukökur í einu.

4. Berið fram með berjum, grískri jógúrt og hlynsírópi eða hunangi.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir