- +

Avókadósalat með eggjum - KETO

Innihald:
2 stk. lítil avókadó, hreinsuð og skorin í teninga
6 stk. harðsoðin egg, skorin í báta
8 stk. beikonsneiðar, steiktar eða ofnbakaðar
2 msk. 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. majónes, má sleppa
2 tsk. sítrónusafi
½ bolli ferskur kóríander
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Blandið saman í skál; eggjabátum avókadóteningum, beikoni, sýrðum rjóma, majónesi, kóríander og sítrónusafa.  Skreytið með beikoni og kóríander. Borðið með grófu brauði eða sem salat.

Fyrir þá sem eru á LKL- eða Ketó-mataræði er upplagt að rúlla salatinu upp í kálblöð og njóta þannig.