- +

Tómatsúpa í bolla með hvítum baunum og mjólkurfrauði

Innihald
2 msk ólívuolía
1 stk lítill laukur, saxaður
1 stk hvítlauksrif, saxað
10 stk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
rauðar chilíflögur á hnífsoddi
2 tsk ferskt timían
3 msk tómatamauk
5 dl vatn
1 stk grænmetisteningur
1 ds niðursoðnir tómatar
1 stk lárviðarlauf
1½ dl matreiðslurjómi
safi af 1 appelsínu
sjávarsalt og svartur pipar
1 ds cannellinibaunir
parmesanostur

mjólkurfrauð
2 dl léttmjólk

Aðferð:

1. Steikið lauka í potti. Setjið sólþurrkaða tómata, chilíflögur og timían saman við. Hrærið. Bætið tómatamauki, vatni, grænmetisteningi, lárviðarlaufi og niðursoðnum tómötum  saman við. Hrærið. Látið sjóða undir loki í 15 mínútur.

2. Fleygið lárviðarlaufinu og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara. Setjið aftur í pottinn ef notaður er blandari. Setjið matreiðslurjóma saman við og smakkið til með appelsínusafa, salti og pipar.

3. Skolið baunirnar og látið renna vel af þeim. Setjið út í heita súpuna. Ausið súpu í bolla eða í litlar skálar.

4. Hitið mjólkina að suðu og hrærið frísklega í með píski, þangað til hún verður að froðu. Setjið mjólkurfrauðina varlega ofan á súpuna með teskeið. Raspið loks smá parmeseanosti yfir. Berið strax fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir