- +

Gróft ostakex, kotasæla og aprikósusulta

Gróft ostakex
2½ dl heilhveiti
2 dl fínmalað spelt
3 msk hveitikím
2½ tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk sjávarsalt
cayennepipar á hnífsoddi
2 msk ólífuolía
1 dl 17% ostur, fínrifinn og meira til að setja ofan á
2½ dl ab mjólk

Aprikósusulta
200 g þurrkaðar aprikósur
2 dl vatn
½ dl sítrónusafi
hunang eftir smekk

Aðferð:

Gróft ostakex:

1.Stillið ofninn á 200°C.

2. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Hrærið. Setjið síðan olíu, ab-mjólk og ost saman við. Hrærið. Setjið plastfilmu yfir og geymið í kæli í 30 mínútur.

3. Hnoðið deigið á speltborinni borðplötu. Bætið meira spelti saman við ef þurfa þyrkir.

4. Fletjið deigið út og mótið hringi með glasabarmi eða kökumóti. Stærð fer eftir smekk. Setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.Sáldrið osti yfir og bakið þar til gullið í u.þ.b. 8-10 mínútur. Berið fram með kotasælu og aprikósusultu.

 

Apríkósusulta:

1. Setjið aprikósurnar í pott ásamt vatninu. Sjóðið í 5 mínútur.

2. Setjið innihald pottsins í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og maukið ásamt sítrónusafanum. Smakkið til með hunangi. Berið fram með ostakexinu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir