Menu
Tómatsúpa með basilíku

Tómatsúpa með basilíku

Ég gerði þessa súpu um daginn og ég er búin að vera í einhverju hamingjukasti síðan, hún er svo góð! Súpan er mjög þykk, holl og matarmikil.

Uppskriftin sem ég gef ykkur er fyrir tvo en það er auðvelt að stækka hana.

Innihald

2 skammtar
hakkaðir tómatar
létt kókosmjólk
meðalstór laukur
rauð paprika
basilíka, söxuð
vatn
hvítlauksrif
salt, pipar og cayenne pipar eftir smekk
parmesanostur

Skref1

  • Grænmetið er skorið niður og öll hráefnin (fyrir utan parmesanostinn) eru sett í pott og látin sjóða í 30-40 mínútur.

Skref2

  • Súpan er sett í blandara í litlum skömmtum eða maukuð með töfrasprota þar til hún er orðin silkimjúk og engir stórir kögglar sjáanlegir.

Skref3

  • Súpan er sett í skál og parmesanosti stráð yfir.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir