- +

Ofnbakaðir sveppir

Ofnbakaðir sveppir
15 g smjör
1 stk laukur saxaður
350 g sveppir ferskir sneiddir
1 stk hvítlauksgeirar pressaðir
2 msk rauðvín
0,2 tsk salt
0,1 tsk pipar
175 g ostur 26 % rifinn

Aðferð:
Látið laukinn krauma í smjörinu þar til hann verður mjúkur. Bætið sveppunum út í ásamt hvítlauknum. Látið krauma í 3-5 mín. Bætið víninu út í og látið krauma 5 mín. til viðbótar. Kryddið. Setjið þetta í 4 litlar eldfastar skálar og stráið ostinum yfir. Setjið undir glóð í ofninum þar til osturinn er bráðinn. Berið réttinn fram strax með brauði . Kjörinn forréttur eða smáréttur.