- +

Lauklettuvefjur með fetafyllingu

Lauklettur
10 stk. miðlungsstórir laukar
10 stk. egg
100 g Gram hveiti (kjúklingabaunamjöl) eða venjulegt hveiti
svartur pipar og örlítið salt

Fetafylling:
1 stk. Fetakubbur, mulinn
3 msk. kapers, létt saxað
2 stk. tómatar, fræhreinsaðir og smátt skornir (2-3 stk.)
2 msk. gróft heilkornasinnep
1 msk. saxaður graslaukur eða steinselja
nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

Til að búa til laukletturnar þarf fyrst að skralla slatta lauk og sneiða þunnt eða nota matvinnsluvél.

Aðalatriði er að mýkja og léttbrúna laukinn töluvert og best er að gera það í tveimur skömmtum og gera ráð fyrir allavega 15-20 mínutur í verkið þar sem laukurinn er mýktur á lágum hita og passa að hræra reglulega í.

Þegar laukurinn er gullinbrúnn og búinn að kólna þá er bara að hræra útí pískuðum eggjum og 100 g af gram hveiti (eða venjulegu). Látið eggjablönduna standa í 5-10 mínutur og svo er byrjað að setja þunnt lag af blöndunni á pönnu og elda eins og pönnukökur.

Gott er að setja laukletturnar á smjörpappir og rúlla þeim upp á meðan þær eru enn volgar og láta þær kólna á þennan hátt. Þær brotna þá síður þegar fyllingin er sett í þær og þeim rúllað upp.

 

Fetafylling: öllu skellt í skál og hrært saman.

 

Gott að bera fram með tómatsúpu, bökuðum paprikum, gúrkustönglum, fersku salati og tabasco eða góðri chilli sósu.

 

Höfundur: Eirný Sigurðardóttir