Menu
Grænmetisborgari í heimatilbúnu brauði

Grænmetisborgari í heimatilbúnu brauði

Grænmetishamborgarar og þitt eigið hamborgarabrauð sem tekur enga stund að búa til!

Innihald

6 skammtar

Brauð, innihald:

mjólk
síróp
olía
hveiti
þurrger
salt
sesamfræ
egg til að pensla

Grænmetisborgari, innihald

bökunarkartafla, smátt skorin og soðin
sæt kartafla, smátt skorin og soðin
rauðar linsubaunir soðnar í 2 dl vatni -eða-
kjúklingabaunir (hægt að nota í staðinn fyrir linsubaunir)
quinoa-korn soðin í 2 dl vatni eða sama magn af hýðisgrjónum
gulur laukur, smátt saxaður
piparostur eða meira, rifinn
haframjöl og hveiti eftir þörfum
salt, pipar og nokkrar chiliflögur

Hamborgarabrauð

  • Mjólk, síróp og olía er hitað í 37 °C, t.d þegar litla fingur er dýft ofan í þá á þetta að vera volgt.
  • Blandið saman helmingnum af hveitinu með þurrgeri og salti.
  • Hellið vökvanum saman við hveitið og hrærið. Bætið afganginum af hveitinu við eftir þörfum og hnoðið þar til komið er gott deig.
  • Látið deigið hefast í 20-30 mínútur á hlýjum stað.
  • Mótið bollur og setjið þær á bökunarplötu og aftur á hlýjan stað þar sem þær eiga að hefast þar til þær eru rúmlega tvöfaldar að stærð. Úr þessu degi verða 6 bollur.
  • Þegar bollurnar hafa hefast eru þær penslaðar með þeyttu eggi og kryddi stráð yfir þær. Veljið eitthvað krydd með lit í eins og t.d. steinselju, chiliflögur og auðvitað nokkrar saltflögur. Sesamfræin standa líka alltaf fyrir sínu.
  • Bakið við 200°C í 8 mínútur.

Grænmetisborgari

  • Sjóðið kartöflur, grjón og linsubaunir. Ef þið notið kjúklingabaunir eru þær teknar beint úr dósinni en vökvanum hellt af.
  • Setjið kartöflur og baunir í matvinnsluvél og maukið. Það er auðvitað líka hægt að mauka þetta í skál með stappara.
  • Setjið blönduna í skál. Bætið við rifna piparostinum og smakkið til með salti og pipar.
  • Bætið við haframjöli og hveiti eftir þörfum til að þykkja deigið - það á að vera hægt að móta það í buff. Stundum þarf aðeins meira af hveiti og haframjöli.
  • Þegar deigið er tilbúið mótið þið hamborgara, veltið þeim upp úr haframjöli og steikið þannig að þeir verða gylltir og fallegir.
  • Í hamborgarabrauðið setur þú að sjálfsögðu það sem þú vilt sem meðlæti og er í mestu uppáhaldi hjá þér.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal