Menu
Græn baunasúpa með beikonbitum

Græn baunasúpa með beikonbitum

Um miðjan vetur er fátt betra en að ylja sér með heitri og bragðmikilli súpu eins og þessari.

Innihald

4 skammtar
múskat
salt og svartur pipar
olía
laukur, fínt saxaður
grænar baunir, frosnar
kraftmikið kjúklingasoð
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
beikon, steikt og skorið í bita

Skref1

  • Setjið olíuna í pott og látið laukinn krauma 6-8 mínútur, þar til hann er glær.

Skref2

  • Hellið soðinu yfir hann ásamt matreiðslurjómanum, bætið frosnu baununum og múskati við og hitið að suðu.
  • Látið baunirnar sjóða í 8–9 mínútur.

Skref3

  • Takið pottinn af hitanum og maukið baunirnar með töfrasprota þar til súpan verður mjúk og jöfn (eða setjið hana í matvinnsluvél).
  • Hitið aftur upp að suðu.
  • Saltið og piprið eftir smekk.
  • Skreytið súpuna með sýrðum rjóma og beikonbitum.
  • Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir