Menu
Gómsæt og mjúk naan brauð

Gómsæt og mjúk naan brauð

Meðlæti fyrir fjóra til sex - fullkomið með indverskum mat.

Innihald

1 skammtar
ger
sykur
volg mjólk
hveiti
salt
lyftiduft
ólífuolía
hrein jógúrt frá Gott í matinn
maldon salt
indversk kryddblanda (t.d. Garam masala eða eð annað gott krydd sem ykkur dettur í hug)
knippi af fersku kóríander
smjör eða kryddsmjör með hvítlauk
kardimommubelgir, létt kramdir, eða 1 tsk. Garam masala krydd
hvítlauksrif kramið

Skref1

  • Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir.
  • Látið standa í 15 mínútur.
  • Hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt er svo blandað saman við germjólkina.

Skref2

  • Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það of lint.
  • Látið deigið hefast í skál í 1 klst. við stofuhita.

Skref3

  • Hitið ofninn í 275°C eða stillið grillið á frekar háan hita.
  • Skiptið deiginu í 10 hluta og hnoðið kúlur úr því, fletjið síðan kúlurnar út nokkuð þunnt og þrýstið brauðunum ofan í kryddblönduna sem er blönduð með Maldon-saltinu.

Skref4

  • Ef brauðin eru bökuð í ofni eru þau sett á plötu sem er klædd bökunarpappír.
  • Ef þau eru grilluð eru þau sett þau á efri grindina á gasgrillinu og bökuð við óbeinan hita í 5-7 mínútur.

Skref5

  • Setjið smjör og kardimommur í pott, bræðið smjörið og látið það krauma í 2 mínútur.
  • Veiðið kardimommurnar þá upp úr og setjið hvítlaukinn saman við smjörið (má sleppa ef notað er tilbúið hvítlaukssmjör frá MS).
  • Dreypið smjörinu yfir heit brauðin og klippið ferskt kóríanderlauf yfir allt saman.
  • Berið brauðin strax fram meðan þau eru heit.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir