- +

Tómatsúpa með basilíku

Hráefni
2 dósir hakkaðir tómatar
½ dós létt kókosmjólk
1 stk meðalstór laukur
1 stk rauð paprika
⅓ bolli basilíka, söxuð
1 bolli vatn
2 stk hvítlauksrif
salt, pipar og cayenne pipar eftir smekk
parmesanostur

Aðferð:

1. Grænmetið er skorið niður og öll hráefnin (fyrir utan parmesanostinn) eru sett í pott og látin sjóða í 30-40 mínútur.

2. Súpan er sett í blandara í litlum skömmtum eða maukuð með töfrasprota þar til hún er orðin silkimjúk og engir stórir kögglar sjáanlegir

3. Súpan er sett í skál og parmesanosti stráð yfir.

 

Gott er að bera súpuna fram með brauði.

 

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir