- +

Tælensk kjúklingasúpa með rjómaosti

Innihald:
1 pakki kjúklingalundir
2 krukkur kókosmjólk
½ pakki rjómaostur frá Gott í matinn
1 msk. rautt curry paste
7 stk. frosin lime lauf
1 stk. chilli, fræhreinsað og saxað smátt
1 msk. Tiparos sósa

Aðferð:

1.     Látið kókosmjólkina hitna á pönnu.

2.     Hrærið rauðu curry paste saman við.

3.     Setjið rjómaostinn út í.

4.     Bætið Tiparos sósunni saman við.

5.     Setjið lime laufin út í.

6.     Næst er smátt skornu chilli bætt við.

7.     Að lokum er kjúklingurinn kryddaður með sjávarsalti og Chili Explosion kryddi áður en honum er  bætt út á pönnuna.

8.     Látið malla í 20 mínútur á miðlungs hita.

Höfundur: Tinna Alavis