- +

Mexíkósk kjúklingasúpa að hætti Tinnu Alavis

Hráefni:
kjúklingalundir/-bringur
1 stk. rauðlaukur
5 stk. hvítlauksrif (5-6 stk.)
1 askja ferskir plómutómatar
1 krukka tómatsúpa með chilipipar (frá Sollu)
1 dós heilir plómutómar í dós (frá Biona organic)
2 stk. grænmetisteningar
2 stk. paprikur
300 ml vatn
300 ml rjómi
125 g rjómaostur
chili explosion, salt og pipar

Krydd:
chili explosion, d

Meðlæti:
sýrður rjómi, nachos (t.d. svartar Doritos) og rifinn Mozzarella

Aðferð:

Steikið kjúklingalundir upp úr íslensku smjöri og kryddið vel með Chili Explosion, salti & pipar.

Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn er hann tekinn af pönnunni, skorinn í bita og settur til hliðar.

Takið fram pott og steikið rauðlaukinn þar til hann er farinn að mýkjast og bætið þá við hvítlauk og papriku.

Þegar grænmetið er búið að malla á vægum hita í u.þ.b. 5 mínútur er tómatsúpunni og niðursoðnu tómötunum frá Biona hellt út í pottinn ásamt einni öskju af ferskum tómötum og 300 ml af vatni.

Leyfið súpunni að malla á miðlungs hita í 4-5 mínútur og bætið þá við 125 g af rjómaosti og 300 ml af rjóma.

Hrærið í súpunni þar til rjómaosturinn hefur bráðnað og setjið steikta kjúklinginn út í súpuna. Leyfið súpunni að malla áfram í 15 mínútur þannig að rétt sjóði í henni.

Berið fram með sýrðum rjóma, nachos og rifnum Mozzarella osti.

Höfundur: Tinna Alavis