Menu
Kjúklingasúpa

Kjúklingasúpa

Kjúklingasúpur eru alltaf vinsælar og til eru ótal útfærslur. Hér er ein í safnið.

Innihald

1 skammtar
laukur
rauðlaukur
rauð paprika
hvítlauksgeirar
dósir niðursoðnir tómatar
karrí
kjúklingateningur
kjúklingabringur
Tabasco sósa
rjómaostur
Pipar og óreganó
Rifinn ostur og sýrður rjómi

Skref1

  • Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu með íslensku smjöri. Kryddið með salti og pipar ásamt chilikryddi eftir smekk.
  • Skerið laukinn, paprikuna og hvítlaukinn niður í bita og steikið í potti með olíu og karrí þar til laukurinn er orðinn gylltur og mjúkur.
  • Bætið við tómötum úr dós.
  • Látið vatn í tómu dósirnar til að skola þær og hellið vatninu í pottinn og bætið við kjúklingateningi og tabasco sósunni. Kryddið eftir smekk með pipar og óreganó.
  • Látið malla í 10 mínútur. 
  • Maukið niður súpuna, má sleppa.
  • Bætið við rjómaostinum og kjúklingnum.
  • Berið fram í skálar. Hver og einn bætir við rifnum osti og sýrðum rjóma eftir smekk.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir