- +

Kjötsúpa með ítölsku ívafi

Innihald:
gulrætur
sellerý
laukur
hvítlaukur
hvítkál
grænkál
grasker
grænmetissoð
endar af parmesanosti
rísottógrjón
súpukjötsbitar

Aðferð:

Allt grænmetið er fínt skorið niður og mýkt í ólífuolíu í um 10 mínútur. Heitu grænmetissoði hellt yfir í stað vatns. Magnið þarf að vera þannig að það fljóti yfir kjötið sem fer út í. Rísottogrjón og parmesanostur saman við ásamt kjötinu. Látið sjóða í klukkutíma á vægum hita. Takið síðan kjötið upp úr, skerið það af beinunum og rífið það niður og út í súpuna. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir