- +

Indversk kjúklingasúpa

Indversk kjúklingasúpa:
10 stk. kjúklingalundir (eða um 4 kjúklingabringur)
2 stk. sætar kartöflur (2-3 stk, fer eftir stærð)
2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)
1 stk. púrrulaukur (saxaður)
3 stk. hvítlauksgeirar (saxaðir)
2 msk. karrí (2-3 msk.)
3 msk. olía (3-4 msk.)
2 flöskur venjuleg Heinz chilisósa
400 g Rjómaostur frá Gott í matinn
500 ml Matreiðslurjómi frá Gott í matinn
1 l vatn (eða jafnvel meira)
1 msk. rósmarín
1½ msk. kalkúnakrydd (t.d. frá Pottagöldrum)
2 teningar kjúklingakraftur

Naan brauð
Tilbúið naan brauð
Dala Fetaostur
Pizzaostur frá Gott í matinn

Aðferð:

1. Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft, rósmarín og kalkúnakrydd í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk (smekksatriði).

2. Skerið sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna og leyfið að malla áfram.

3. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt uppúr karrí og olíu og bætt í pottinn.

4. Að lokum er kjúklingurinn skorinn í bita og steiktur á pönnu, kryddaður með salti og pipar og bætt út í pottinn.

5. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan brauði eða öðru slíku. Eins og með margar aðrar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri næsta dag.

6. Stráð Dala fetaosti yfir tilbúið Naan brauð ásamt smá olíu og pizzaosti frá Gott í matinn, hitið síðan í nokkrar mínútur við 200°C. Þetta brauð er dásamlegt með súpunni.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir