- +

Gulrótarsúpa með karrí

Innihald
pipar
salt
vorlaukur eða graslaukur
sýrður rjómi frá Gott í matinn

500 g gulrætur
1 stk. laukur
2 tsk. grænmetiskraftur
500 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn
½ tsk. karríduft

Aðferð:

Flysjið eða skafið gulræturnar og saxið laukinn. Setjið gulrætur, lauk og grænmetiskraft í pott ásamt ½ l af vatni, hitið að suðu og látið malla í 15-20 mínútur, eða þar til gulræturnar eru meyrar. Hellið þá öllu úr pottinum í matvinnsluvél eða blandara eða maukið súpuna með töfrasprota. Hellið aftur í pottinn, bætið við matreiðslurjóma, karríi og pipar og salti eftir smekk, hitið og látið sjóða við hægan hita í nokkrar mínútur. Saxið vorlauk smátt. Ausið súpunni á diska eða í skál, gott er að setja matskeið af sýrðum rjóma í miðjuna og vorlauk eða graslauk yfir.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir