- +

Rjómalöguð brokkolísúpa

Innihald:
500 ml matreiðslurjómi
4 bollar vatn
1 stk kjúklingakraftur
1 msk hveiti
1 msk smjör
1 stk brokkolíhaus, meðalstór
1 stk laukur, meðalstór
1 poki rifinn ostur, t.d. pizzaostur eða gratínostur
smá af svörtum pipar

Aðferð:

?Súpuna er fljótlegt að útbúa og heildartími við eldunina er um klukkustund. Þessi uppskrift er fyrir þrjá.

 

Brokkolíið og laukurinn smátt skorið og sett í pott með hinum hráefnunum og látið sjóða í um 30 mínútur. Lækkið svo hitann og látið malla í um 10 mínútur á lægri hita eða þar til að súpan er borin fram. Súpuna má líka mauka með töfrasprota eða í blandara áður en hún er borin fram.

 

Meðlæti: Hvítlauksbrauð eða annað gott brauð og smjör

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir