- +

Ítalskir smáréttir á hlaðborðið


Aðferð:

Ef það kemur allt í einu upp sú fína hugmynd að bjóða vinum eða góðum ættingjum í mat, ekki er tími í mikla eldamennsku og bras, þá komum við hér með veisluborð sem má galdra fram á max 20 mínútum og er ávísun á góða skemmtun. Þetta er samsafn af klassískum, ítölskum réttum sem flestir þekkja en kannski færri velta því fyrir sér að skella saman og njóta með góðu fólki og drykk við hæfi. Aspas og egg, hráskinka og melóna, tómatar og mozzarella ásamt góðum ostum, pestói, grilluðum paprikum, gæðabrauði og að sjálfsögðu parmesanosti er samsetning sem klikkar ekki og öllum á eftir að líka. 

Ferskur aspas með spældu eggi og parmesanosti

Hráskinka og melóna

Tómatar og mozzarella

Með þessum réttum er gott og flott að bera fram góða osta, nýtt súrdeigsbrauð eða gæðabagettur, pestó og grillaðar paprikur og svo má ekki klikka á parmesanostinum. Góður og ferskur drykkur er nauðsynlegur með ítölsku veisluborði sem þessu yfir sumarið. Njótið vel og góða skemmtun. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir