- +

Gulrótar- og vanillusúpa

Innihald
2 stk. gulir laukar, smátt skornir (1-2 stk.)
1 poki gulrætur, frystar eða ferskar
2 stk. hvítlauksrif (1-3 stk. eftir smekk)
1 stk. grænmetisteningur (1-2 stk.)
salt og pipar eftir smekk
skvetta af Worchestershiresósu
1 l vatn
1 stk. appelsína, safinn kreistur úr og hýðið rifið
1 tsk. vanilludropar eða vanillusykur (1-2 tsk.)
rjómi eða kókosmjólk eftir smekk, t.d. hálf til heil dós (má sleppa)
kóríander og steinselja, eftir smekk

Aðferð:

Hitið olíu í pott, bætið laukinn saman við og svissið hann þar til hann er orðin glær.

Bætið gulrótum og kartöflum við og látið þær brúnast aðeins.

Kryddið með krafti, worchestershiresósu, salt og pipar og hellið vatni yfir. Það á að fljóta aðeins yfir þannig að bætið vatni við ef þarf.

Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita þar til gulrætur og kartöflur eru soðnar.

Notið töfrasprota eða setjið súpuna í matvinnsluvél og maukið hana.

Hellið súpunni aftur í pott og bætið núna appelsínusafanum, hýðinu og vanillunni saman við. Smakkið til og kryddið eftir smekk.

Ef þið viljið nota rjóma eða kókósmjólk þá er því hellt saman við núna.

Látið malla við vægan hita þar til súpan er borin fram.

Skreytið með kóríander eða steinselju og bjóðið upp á hrökk-kex með græn-ertu hoummus!

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir