- +

Wasabiskyrsíld

Síld
salt og pipar
200 g hreint skyr
100 g sýrður rjómi með graslauk og lauk
100 g laukur fínt saxaður
1 msk. wasabi
3 msk. vatn
25 g sushi engifer (smátt saxaður)
600 g marineruð síld (6-700 gr)

Aðferð:
Hrærið saman vatni og wasabi. Bætið í skyri, sýrðum rjóma með graslauk og lauk, lauk og sushi engiferi. Kryddið með salti og pipar. Bætið í marineraðri síldinni. Gott að láta standa í tvo-þrjá tíma áður en borið er fram.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson