- +

Tómat mozzarella með basil

Tómat mozzarella
salt og pipar
2 stk tómatar
1 kúla mozarellaostur
½ bréf basil
2 msk balsamik edik
1 msk hrásykur
1 dl ólífuolía
1 g klettasalat

Aðferð:
Mozarellaosturinn er settur í matvinnslu vél, ¾ af ólífuolíunni og basilikunni og unnið vel saman eða þar til basilikan hefur blandast vel við ostinn. Tómatarnir eru skornir niður í þunnar sneiðar eða um ½ cm á þykkt. Sneiðunum er raðað á huggulegt lítið fat og hrásykri, salti og pipar er stráð yfir tómatana. Þá er balsamik edikinu penslað á tómatana og þessu er leift að standa á borði í minnst 20 mínútur eða þar til hrásykurinn hefur bráðnað í edikinu. Þá er ostinum dreift með skeið í litar kúlur ofan á tómatana og klettasalatinu dreift yfir smáréttinn.

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara