- +

Snöggsteikt carpaccio

Hráefni
250 g nautalund
ólífuolía
1 poki klettasalat
2 msk. ólífuolía
2 msk. ferskur sítrónusafi
safi úr ferskri sítrónu
2 msk. ólífuolía
1 msk. balsamikedik
parmesanostur

Aðferð:

Snöggsteikið lundina í örlítilli olíu í um eina mínútu á hverri hlið, allan hringinn. Saltið og piprið kjötið. Takið af pönnunni og látið standa í 15-20 mínútur. Vefjið lundinni þá í plastfilmu og stingið í frysti í 1-2 klukkustundir. 

Að því loknu er þægilegt að skera kjötið í þunnar sneiðar. Leggið sneiðarnar á plastfilmu, setjið aðra filmu yfir og rúllið yfir sneiðarnar með kökukefli eða flösku. Farið varlega svo sneiðarnar skemmist ekki. Leggið á disk.

Blandið olíu og sítrónusafa saman við salatið og leggið það á miðjan diskinn, ofan á kjötsneiðarnar. Dreypið ferskum sítrónusafa yfir. Rífið parmesanost yfir diskinn. Hrærið saman olíu og balsamikedik, berið fram með matnum. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir