- +

Snittur með þistilhjartamauki

Innihald:
2 snittubrauð
Ólífuolía
1 dós niðursoðin þistilhjörtu
3 msk. majones
1 dl fínrifinn parmesanostur
2 hvítlauksrif
½ tsk. salt
100 g rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofn í 225 gráður. Penslið brauðsneiðar á báðum hliðum með olíu. Brúnið brauðið undir heitu grilli í ofni á báðum hliðum.


Setjið þistilhjörtu, majónes, parmesanost, hvítlauksrif, ost og salt í matvinnsluvél og maukið vel.
Skiptið maukinu niður á brauðsneiðarnar. Bakið ofarlega í ofni í 5-10 mínútur.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir