- +

Smjörsteiktir hvítlaukssveppir með sítrónu og timjan

Innihald:
500 g kastaníusveppir (eða aðrir sveppir)
50 g smjör
1 stk hvítlauksrif (1-2 stk)
1 tsk þurrkað timjan
1 stk sítróna, börkurinn
salt og pipar

Aðferð:

1. Skerið sveppina í frekar þykkar sneiðar.
2. Bræðið smjörið á pönnu við frekar háan hita og steikið sveppina.
3. Bætið hvítlauknum og timjan út á og steikið aðeins áfram.
4. Lækkið hitann, rífið sítrónubörk yfir og hrærið.
5. Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram volgt. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir