- +

Síld með eplum og gráðaosti

Innihald
salt og nýmaður svartur pipar
1½ dl ab mjólk
125 g gráðaostur
2 msk saxaður graslaukur
½ tsk worchestershire sósa
3 dropar tabasco sósa (3-4 dropar)
2 tsk sítrónusafi
150 g sellerístilkar
2 epli
200 g marineruð síld

 

Aðferð:
Hreinsið og skerið sellerístilkana í litla strimla á stærð við eldspýtur. Sjóðið í 1-2 mínútur og kælið. Hrærið saman ab mjólkinni, rjómagráðaostinum, graslauknum, worchestershire sósunni, tabascoinu og sítrónusafanum og bætið saman við sellerístilkunum. Skrælið og kjarnhreinsið epli og skerið það í bita og hrærið öllu saman. Blandið síldínni varlega saman við.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson