- +

Reykt laxa og rækju mosaik

Innihald
250 g reyktur lax og 100 g til viðbótar skorin í teninga
200 g rjómaostur
50 g sýrður rjómi
5 bl matarlím
100 g rækjur
salt og pipar
cayennepipar á hnífsoddi
2 msk saxaður ferskur graslaukur

 

Aðferð:

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn.  Hakkið 250 g af reykta laxinum í hakkavél og setjið í hrærivélaskál eða matvinnsluvél.  Hrærið rjómaostinum og sýrða rjómanum saman við þannig að úr verði kekkjalaus blanda.  Þerrið rækjurnar vel og blandið ásamt reykta laxinum í teningum saman við blönduna með sleif.  Kryddið örlítið með salti, pipar og cayeenne piparnum ásamt því að bæta graslauknum í.  Bræðið matarlímið í örlitlu vatni og hrærið rösklega saman við blönduna þannig að matarlímið samlagist vel. Setjið í form sem hefur verið klætt að innan með plastfilmu þannig að auðveldara sé að ná því úr, hyljið með filmu. Setjið í kæli yfir nótt þannig að stífni vel.  Hvolfið úr forminu á bretti og skerið í sneiðar með stórum hníf hituðum undir rennandi vatni.  Berið fram með ristuðu brauði, sítrónusneið og piparrótarsósu.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara