- +

Reyklaxarúllur með rjómaosti og piparrót

Innihald:
Salt og nýmalaður svartur pipar
20 sneiðar reyktur lax
125 g rjómaostur með kryddblöndu
125 g rjómaostur
250 g reyktur lax
2 msk. saxaður ferskur graslaukur
½ msk. sítrónusafi
2 msk. sýrður rjómi frá Gott í matinn
1 tsk. rifinn piparrót

Aðferð:

Úr þessari uppskrift nást 20 stk.

Blandið saman rjómaostunum, kryddið með piparrót, sítrónusafa, salti og nýmuldum svörtum pipar. Saxið graslaukinn og bætið saman við. Saxið 250 af laxinum og bætið saman við,hrærið vel. Leggið sneiðarnar á bakka og setjið rjómaostalaxamaukið á sneiðina og rúllið upp. Skreytið  með smá doppu af sýrðum rjóma á toppinn og graslauk.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson