- +

Parmaskinka með vatnsmelónusalati

Vatnsmelónusalat með fetaosti
100 g rauðlaukur
1 msk limesafi
300 gr vatnsmelóna
100 gr fetaostur
50 gr svartar ólífur í sneiðum
2 msk söxuð myntulauf
2 msk ólífuolía

 

Aðferð:
Skerið laukinn í fína strimla og marinerið í limesafanum. Látið standa í 10 mínútur.
Blandið saman við lauknum,  fetaostinum, ólífuolíunni, myntulaufum og svörtum ólífum.
Skerið vatnsmelónuna í bita og setjið í salatskál. Hellið laukblöndunni yfir og setjið á fat með sneiðum af parmaskinku eða hráu hangikjöti.
Berið strax fram.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson