Menu
Ofnbakaður aspas með hráskinku og hollandaise-sósu

Ofnbakaður aspas með hráskinku og hollandaise-sósu

Hér sameinast ferskt bragð, salt og mjúkt og úr verður óbrigðul blanda sem við skorum á ykkur að njóta við tækifæri því aspasinn má orðið fá svo víða.

Innihald

4 skammtar
stórt búnt aspas
hráskinka
ólífuolía

Hollandaise-sósa

eggjarauður
hvítvínsedik (fyrir bernaise-sósu er notaður bernaise-essence í staðinn)
brætt smjör
vatn eða 1 tsk kjötkraftur (kraftur út í vatnið)
tarragon

Skref1

  • Hér passar að nota eitt búnt af stórum aspas.
  • Skerið af endum aspasins.
  • Sjóðið aspasinn í 5-7 mínútur, takið hann þá upp úr pottinum og látið renna á hann kalt vatn.
  • Þerrið vel.
  • Vefjið hráskinku utan um tvo stilka, ein sneið utan um hverja tvo.
  • Leggið í fat eða á bökunarplötu.
  • Dreypið nokkrum dropum af góðri ólífuolíu yfir.
  • Stingið í 200 gráðu heitan ofn í um 5 mínútur eða þar til hráskinkan er orðin svolítið stökk að utan.

Skref2

  • Þetta er fljótlega leiðin að gera sósu sem þessa og sama uppskrift á við bernaise-sósu, þ.e. í hrærivél eða blandara. En trúið okkur, hún er mjög góð og verður svo létt og flott.
  • Setjið rauður ásamt ediki í hrærivél og þeytið þar til rauðurnar eru léttar í sér.
  • Bræðið smjörið í potti, setjið kraftinn saman við ásamt tarragoninu.
  • Hafið hrærivélina á lágum snúningi og hellið smjörinu í mjórri bunu saman við rauðurnar.
  • Að því loknu aukið þið hraðann og hrærið þar til úr verður létt og ljós sósa sem er ómótstæðileg á ofnbakaðan aspasinn.
  • Berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson