Menu
Ofnbakað eggaldin í fetaostssósu

Ofnbakað eggaldin í fetaostssósu

Ein útgáfa af þessum rétti er að setja hann ofan í pítubrauð ásamt fersku salati eða bera fram með flatbrauði.

Sósan er sérstaklega ljúffeng og hentar vel með fleiri réttum. Til dæmis má hella henni yfir fisk og baka í ofni eða hella henni yfir annað grænmeti og ofnsteikja.

Innihald

4 skammtar

Hráefni:

eggaldin
sjávarsalt
ólífuolía

Ostasósa:

laukur
hvítlauksrif, marin
þurrkuð mynta
fetaostskubbur frá Gott í matinn, mulinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
svartur pipar
fersk mynta, eftir smekk
nokkrar valhnetur, saxaðar

Ofnbakað eggaldin

  • Stillið ofninn á 175°C.
  • Skerið eggaldinin í 2 cm þykkar sneiðar, leggið þær í sigti og sáldrið sjávarsalti yfir.
  • Látið þetta standa í smá stund eða þar til safinn úr eggaldinu fer að leka.
  • Þerrið hverja sneið fyrir sig, steikið í hollum á pönnu með ólífuolíu og raðið þeim síðan í eldfast mót.

Sósan

  • Byrjið á að mýkja laukana í olíu á pönnu og setjið þurrkuðu myntuna svo saman við og hrærið.
  • Lækkið hitann verulega og setjið fetaostinn, sýrða rjómann og matreiðslurjómann saman við. Það er best að hræra stöðugt í eða þar til osturinn er bráðinn.
  • Smakkið sósuna til með svörtum pipar og hellið henni svo yfir eggaldinsneiðarnar og bakið í ofni í 20 mínútur.
  • Þegar sneiðarnar eru teknar úr ofninum er söxuðum valhnetum og ferskri myntu stráð yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir