- +

Marineruð síld með rjómaosti

Síld
salt og pipar
125 g rjómaostur með kryddblöndu
100 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
½ dl appelsínusafi
50 g appelsínumarmelaði
600 g marineruð síld (6-700 g)

Aðferð:
Hrærið saman rjómaosti, grískri jógúrt, appelsínusafa og marmelaði, kryddið með salti og pipar. Bætið við marineraðri síldinni. Einnig er hægt að gera síldarsnittu úr þessu. Takið rúgbrauð og smyrjið með appelsínumarmelaði skerið rúgbrauðsneiðina í fjóra hluta. Setjið síldina á rúgbrauðið og sprautið rjómaosti með kryddblöndu á hinn helming bitans, skreytið með rifnum appelsínuberki.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson