- +

Marineruð síld með appelsínurjómaosti

Síld
salt og pipar
125 g appelsínurjómaostur
100 g grísk jógúrt
½ dl appelsínusafi
50 g appelsínumarmelaði
600 g marineruð síld (6-700 g)

Aðferð:
Hrærið saman appelsínurjómaosti, grískri jógúrt, appelsínusafa og marmelaði, kryddið með salti og pipar. Bætið í marineraðri síldinni. Einnig er hægt að gera síldarsnittu úr þessu. Takið rúgbrauð og smyrjið með appelsínumarmelaði skerið rúgbrauðsneiðina í fjóra hluta. Setjið síldina á rúgbrauðið og sprautið appelsínurjómaosti á hinn helming bitans, skreytið með rifnum appelsínuberki.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson