- +

Kjötbollur með Dalabrie, chilli og lime

Kjötbollur
salt og nýmalaður svartur pipar
800 gr svínahakk
1 stk lime
1 stk rauður chilli
200 gr Dalabrie
1 stk egg
½ dl brauðraspur

Þessi uppskrift dugar í um 30 litlar bollur.

Aðferð:
Skerið chilli í helming eftir endilöngu og hreinsið fræin úr. Saxið fínt niður. Rífið börkinn af lime-inu og gætið að ríma ekkert af hvíta berkinum með. Blandið saman hakki, limeberki og limesafanum, söxuðum chilli, eggi og brauðraspi. Kryddið með salti og pipar og cayennepipar.
Skerið ostinn í litla teninga. Lagið bollur úr hakkblöndunni og setjið inní einn bita af dalabrie.
Steikið bollurnar við 165°C í 14-16 mín eftir stærð.
Berið fram sem smárétt ásamt sýrðum rjóma með graslauk og lauk og sýrðum rjóma með hvítlauk

Höfundur: Árni Þór Arnórsson