- +

Kanilsultaðar apríkósur með ljúfri grískri jógúrt

Jógúrt:
klípa af kanil
700 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
1 msk. sykur (má sleppa)
Blandið öllu saman

Sultaðar apríkósur:
200 ml vatn
125 g sykur
ögn af kanil
½ tsk kardimommuduft
300 g þurrkaðar apríkósur
3 msk pistasíur fínsaxaðar, eða múslí

Aðferð:

Hentar vel fyrir 4-6 persónur.

 
Hitið vatn og sykur saman í litlum potti. Þegar sykurinn byrjar að bráðna er kanil, kardimommudufti og apríkósum bætt út í sírópið. Lokið pottinum og látið malla áfram í 8-10 mínútur.
Takið jógúrtina úr kælinum og hrærið aðeins í henni. Setjið 4 msk. af jógúrt á hvern disk. Setjið nokkrar sultaðar apríkósur til hliðar við jógúrtina ásamt dálitlu af sírópinu. Sáldrið hnetunum eða múslí yfir jógúrtina. Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir