Menu
Hummus

Hummus

Hummus er eitt af þessum matarkyns hlutum sem kostar frekar mikið í búð en er mjög ódýrt að búa til sjálf/sjálfur. Og líka svo einfalt, fljótlegt og líka bara svo miklu miklu betra á bragðið.

Innihald

6 skammtar
sítróna, safinn kreistur
ólífuolía eða önnur olía
hvítlauksrif (3-4 stk. eða eftir smekk)
Steinselja (eftir smekk)
Spínatblöð (ein góð lúka)
Salt (eftir smekk, meira en minna)
Chiliflögur (nokkrar)
Kúmen (malað, meira en minna)
kjúklingabaunir (sigtaðar en geymið vökvann)
tahini (má sleppa)
Örlítið vatn eftir þörfum

Skref1

  • Blandið saman olíu, sítrónusafa, salt, kúmen, steinselju og spínati.
  • Setjið allt í matvinnsluvélina og látið hana ganga smá stund.
Skref 1

Skref2

  • Bætið við kjúklingabaunum, einni dós í einu (ásamt Tahini ef þið notið það) og maukið vel á milli. Ef ykkur finnst hummusinn of þurr bætið þá örlitlu vatni saman við.
  • Smakkið til. Kryddið meira ef ykkur finnst þurfa.

Skref3

  • Látið matvinnsluvélina ganga þar til hummusinn ykkar er mjúkur og kremkenndur.
  • Berið fram með góðu brauði, sem meðlæti með t.d. súpu eða salati eða bara nákvæmlega eins og ykkur hentar.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal