- +

Hráskinka með mozzarella og hvítlauksrjómaosti

Innihald
klettasalat
6 sneiðar hráskinka
1 stór kúla mozzarellaostur
50 g rjómaostur með hvítlauk

Aðferð:

Skerið mozzarellakúluna í sex bita. Setjið klípu af hvítaluksrjómaostinum á hverja sneið af parmaskinkunni. Bætið klettasalati á hverja sneið af hráskinku ásamt bita af mozzarellakúlunni, rúllið sneiðinni upp. Gott sem léttur forréttur eða hluti af hlaðborði.
Gott er að skera rúllurnar í tvo bita ef þetta á að vera hluti af hlaðborði jafnvel að stinga í tannstöngli.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson