- +

Grænertu hummus

Innihald:
1 poki frystar grænertur
Salt
Pipar
Kreistur sítrónusafi
Ólífuolía

Aðferð:

Byrjið á því að sjóða erturnar. Sigtið þær og látið kólna.

Setjið erturnar í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og maukið þær hressilega þar til þær eru orðnar að mauki.

Smakkið til með salti, pipar, sítrónusafa og olíu.

Hér er líka hægt að bæta við örlitlum rjóma eða kókósrjóma til þess að fá aðeins meira mýkt í bragðið.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal