- +

Fylltir ostar

Aðferð:

Gullostur fylltur með rommlegnum rúsínum, þurrkuðum apríkósum og sultuðum fíkjum. Síðan er sætu apríkósumauki smurt yfir ostinn.

Stóri Dímon fylltur með fersku basil,
grilluðu eggaldini og ofn- eða sól-þurrkuðum tómötum. Pinnum með ferskum tómötum, basil og steyptum ítölskum osti er síðan stungið ofan í ostinn.

Dala-brie með gráðaostafyllingu,
þ.e. 2 msk. af stöppuðum gráðaosti ásamt 2 msk. af mascarpone-osti.
Skreytið ostinn með pekanhnetum
og hellið síðan hunangi yfir.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir