- +

Fetaplatti

Hráefni
2 tsk appelsínubörkur, rifinn
1 msk ferskt óreganó
200 g fetakubbur, mulinn
hráskinka eftir smekk, bökuð eða ekki
1 poki klettasalat
2 msk ólífuolía
smá svartur pipar
50 g hakkaðar möndlur
2 tsk smjör
1 msk hlynsíróp
½ dl þurrkuð trönuber, söxuð

Aðferð:

Hráskinkuna í þessum rétti er ýmist hægt að hafa bakaða eða ekki. Ef þið viljið hafa hana bakaða er hún sett inn í ofn við 200°C og hún bökuð þar til hún verður stökk.

Setjið smjör á pönnu og ristið möndlurnar í smjörinu í stutta stund. Bætið 1 msk af hlynsírópi út á pönnuna og hrærið í stutta stund. Færið möndlurnar á bökunarpappír og geymið.

Raðið klettasalati á fat. Blandið svo saman appelsínuberki, oregano, pipar, fetaosti og ólífuolíu. Dreifið því síðan yfir bakkann ásamt hráskinkunni; bakaðri eða ekki – ykkar er valið. Það er jafnframt hægt að skipta út hráskinkunni fyrir magurt beikon. Að lokum er möndlunum og trönuberjunum sáldrað yfir og rétturinn síðan borinn fram með ristuðum eða óristuðum baguettesneiðum. 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir