- +

Einfalt salat með melónu og hráskinku

Innihald
Hráskinka
Melóna, gjarnan vel þroskuð kantalópa
Stór Mozzarella kúla eða litlar Mozzarella kúlur/perlur
Salatblöð að eigin vali
Ólífuolía
Sítróna
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Hráskinkan er vafin um kantalópusneiðar, gott blaðsalat sett í botninn á fati eða stórum diski.

Mozzarella kúlan rifin yfir salatið, einnig hægt að nota Mozzarella kúlur eða perlur.

Kryddað með sjávarsalti og pipar, dálítilli ólífuolíu hellt yfir ásamt “dassi” af safa úr sítrónu.

Að síðustu eru hráskinkuvafðar melónusneiðarnar lagðar yfir. 

 

Hlutföllin í salatinu eru algjört aukaatriði. Þið gerið bara eins mikið og ykkur finnst gott og þurfið fyrir þann fjölda af fólki sem þarf að metta. Sumir vilja líka meira eða minna af einhverju hráefni, það er nú það skemmtilega við svona salöt. Það er ekki hægt að eyðileggja neitt. Þetta ljúffenga salat hentar líka mjög vel sem forréttur.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir