- +

Crostini með baunamauki, hráskinku og mozzarella

Baunamauk
250 g frosnar, grænar baunir, látnar þiðna
fersk basilíka eða mynta
1 stk hvítlauksrif
1 dl rifinn parmesanostur
1 msk sýrður rjómi
safi úr einni sítrónu
½ tsk chillí-flögur
salt og svartur pipar

Crostini
Baguette eða súrdeigsbrauð
hráskinka, magn eftir stærð sneiða
mozzarellaostur, rifinn niður

Aðferð:

Setjið allt hráefnið í maukið í matvinnsluvél og maukið gróflega, tekur um 30 sekúndur.

Sneiðið brauðið, grillið sneiðarnar aðeins í ofni svo þær fái á sig örlítið stökka húð, nuddið brauðið með hvítlauksrifi og dreypið ólífuolíu yfir hverja sneið.

Smyrjið brauðið með baunamaukinu, ekki spara það, leggið hráskinku og rifinn mozzarellaost yfir. Rífið smá parmesanost yfir að lokum og berið fram. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir