- +

Bruschetta með tómötum og ferskum mozzarella

Innihald:
1 stk baguette brauð
ólífuolía
6 stk konfekt- eða plómutómatar, mega vera fleiri
8 stk litlar mozzarella-kúlur, mega vera fleiri
4 stk hvítlauksrif
10 stk baskilíkublöð
salt og pipar, eftir smekk
balsamiksíróp eða -edik, má sleppa

Aðferð:

Skerið baguette brauð í sneiðar og bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða svo þær verði stökkar.
Hellið ólífuolíu yfir brauðin og nuddið hvítlauk á hverja sneið.
Skerið tómata og mozzarella-kúlur niður í sneiðar eða báta, eftir smekk og raðið á brauðsneiðarnar.

Saxið basilíku og dreifið yfir sneiðarnar.

Kryddið með ögn af salti og pipar.

 

Ef þið viljið er gott að dreypa smá balsamiksírópi yfir.