Menu
Bakaður hvítlaukur á brauðsnittu

Bakaður hvítlaukur á brauðsnittu

Einstaklega einfaldur réttur og bragðgóður enda hvítlaukurinn sætur eftir bakstur og myndar fullkominn munnbita með brauði og sýrðum rjóma.

Gerið ráð fyrir hálfum til heilum hvítlauk á mann.

Innihald

1 skammtar

Bakaður hvítlaukur á brauðsnittu

Hvítlaukur
Ólífuolía
Salt og pipar
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Ristað brauð, snittubrauð, súrdeigsbrauð eða tortillur

Skref1

  • Hitið ofn í 200 gráður.
  • Hvíta og þurra hýðið er tekið utan af hvítlauknum en þess gætt að taka hann ekki í sundur né afhýða rifin.
  • Svolítilli olíu er dreypt á laukinn ásamt salti og pipar.
  • Laukurinn er settur í eldfast mót með loki eða hann vafinn í álpappír.
  • Stingið í ofn í um 30-40 mínútur eða þar til hvítlaukurinn er lungamjúkur.
  • Gott er að dreypa örlítilli olíu á hann á miðjum eldunartímanum.
  • Hvítlaukinn má að sjálfsögðu grilla en þá er hann vafinn í álpappír og látinn bakast á efri grindinni á grillinu þar til hann er mjög mjúkur alveg í gegn.

Skref2

  • Berið hvítlaukinn fram með góðu brauði eða ristuðum brauðbitum og sýrðum rjóma.
  • Sýrður rjómi er þá smurður á brauðið og eitt og eitt hvítlauksrif kreist úr hýðinu á hvern brauðbita.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir