- +

Villtur lax ceviche með ferskri límónusósu og mexíkóskum flögum

Hráefni
700 g villtur lax eða silungur, skorinn í litla teninga
1¾ dl þurrt hvítvín
safi úr 1 límónu
safi úr 1/2 sítrónu
safi úr 1/2 appelsínu
1 stk lítill laukur, skorinn í þunna strimla
1 stk hvítlauksrif, skorið í þunnar sneiðar
3 stk litlar lárperur, skornar í litla ferninga
1 stk rauð paprika, skorin í litla teninga
1 stk grænt chili, fínsaxað
handfylli af kóríander, saxað
sjávarsalt eftir smekk

Límónusósa
1 dós sýrður rjómi, 18 eða 36%
börkur af 1/2 - 1 límónu, fer eftir smekk
örlítill límónusafi

Aðferð:

Villtur lax ceviche:
1. Setjið hvítvín, laukana og safana af sítusávöxtunum í fat. Hrærið. Látið laxabitana saman við. Geymið í kæli í a.m.k. þrjá tíma eða yfir nótt. Ef þið geymið laxinn í leginum yfir nótt er gott að fjarlægja laukinn eftir átta tíma.
2. Hellið leginum af laxinum og pillið laukana í burtu.
3. Blandið laxinum varlega saman við grænmetið og smakkið til með sjávarsalti. Berið fram með límónusósu og mexíkóskum flögum.

 

Límónusósa:

1. Hrærið upp í sýrða rjómanum og smakkið til með límónuberki og límónusafa.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir