- +

Tex mex fiskur

Innihald:
Salt og nýmulinn svartur pipar
800 g ýsa eða annar góður fiskur
180 g sýrður rjómi 18%
250 g smurostur Tex mex
1 stk meðalstór laukur
1 stk græn paprika
1 handfylli nachos flögur

Aðferð:
Skerið ýsuna í bita og raðið í eldfast mót. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Saxið grænmetið og setjið yfir fiskinn. Hrærið saman sýrða rjómanum og smurostinum og hellið yfir fiskinn. Að lokum myljið yfir nachosflögur. Bakið við 180°C í 25 – 40 mínútur (fer eftir því hvort formið er stórt eða lítið)

Höfundur: Árni Þór Arnórsson